Ljósm. ©axeljon

Fæddur 1944. Mjóstræti 6, Grjótaþorpi, Reykjavík

Rithöfundur og kvikmyndagerðarmaður; fyrrverandi handlangari, afgreiðslumaður, kennari, blaðamaður, þáttagerðarmaður, þingmaður o.fl.

Eiginkona frá 1971 Sólveig Eggertsdóttir frá Möðruvöllum í Hörgárdal (við eigum tvo uppkomna syni sem heita Álfur Þór og Hrafn og tvö barnabörn, Andra og Sólveigu Kristínu).

Ég á eina systur. Hún heitir Ýrr Bertelsdóttir og henni á ég mikið að þakka.

Ólst upp hjá einstæðum föður. Hann hét Bertel Sigurgeirsson og var trésmiður. Móðir mín, Fjóla Oddsdóttir, veiktist eftir að ég fæddist og var vistuð á Kleppsspítala og átti ekki afturkvæmt þaðan.
Mínar fyrstu samfelldu minningar eru frá því þegar ég átti heima í Arnarfelli í Þingvallasveit, þar vaknaði ég til vitundar um veröldina í kringum mig í allri sinni fegurð.

Við Sólveig bjuggum mestan part í Reykjavík, lengst af í Grjótaþorpinu, en síðustu ár höfum átt heima í þeim fallega bæ Hafnarfirði.

Kvikmyndir og sjónvarp, leikstjórn, handrit, framleiðsla:

Jón Oddur og Jón Bjarni
Nýtt líf
Skammdegi
Dalalíf
Löggulíf
Magnús
Einkalíf Alexanders
Sigla himinfley (4 þátta sjónvarpsröð)

Bækur/útgáfa

• 2011 Fallið: Fjölskylduleyndarmál
• 2011 Bertels Sohn: Ein Leben in Island
• 2010 Höllenengel
• 2008 Walküren
• 2008 Ég, ef mig skyldi kalla. Seinþroskasaga

• 2007 Englar dauðans
• 2006 Sölumaður deyr (smásaga)
• 2005 Valkyrjur
• 2004 Dauðans óvissi tími
• 2004 Myself and I
• 2003 Einhvers konar ég
• 1996 Vinir og kunningjar (útvarpsþættir á bók)
• 1992 Sigla himinfley (skáldsaga, byggð á kvikmyndahandriti)
• 1991 Laddi
• 1989 Magnús kvikmyndahandrit
• 1985 Það var og (útvarpsþættir á bók)
• 1984 Hundrað ára afmælið (myndskreytt af Brian Pilkington)
• 1978 Maðurinn á svölunum (þýðing, Sjöwall & Wahlöö)
• 1978 Maðurinn sem hvarf (þýðing, Sjöwall & Wahlöö)
• 1977 Kópamaros: Skáldsaga um óunninn sigur
• 1977 Morðið á ferjunni (þýðing, Sjöwall & Wahlöö)
• 1974 Paradísarvíti
• 1971 Stefnumót í Dublin
• 1970 Sunnudagur

Og svo í massavís gegnum tíðina útvarpspistlar, bakþankar, facebook-færslur ýmist hjá Ríkisútvarpinu, Fréttablaðinu og Zuckerbergi og ekki á nokkurn mann leggjandi að telja það upp allt saman.