Aldraðir eru negrar nútímans!

Það er vissulega gott að fólk skuli öðlast rétt til að hætta störfum eftir ákveðinn starfstíma eða þegar ákveðnum aldri er náð. Það er hins vegar ofbeldisfull forsjárhyggja að hrekja fólk úr starfi á tilteknum afmælisdegi án tillits til starfsgetu, heilsufars og óska viðkomandi.

Þjóðfélag sem hefur ekki þörf fyrir fólk nema það sé á ákveðnum aldri er ómanneskjulegt og ómannúðlegt og aldursmisrétti jafnskammarlegt og kynjamisrétti, eða mismunun vegna þjóðernis, skoðana eða trúarbragða.

Aldraðir eru negrar nútímans! Þetta þarf að lagfæra – ekki vegna aldraðra heldur vegna samfélagsheildarinnar.

Þér gæti einnig líkað við
Ummæli
Hleð...