„Bændaforingi telur of margt fé í landinu“

Allt er best í hófi - "reiðufé", "eigin fé", "fé annarra" og ekki síst "fé á fæti"

Það eru að vísu gömul sannindi að eiginlega allt nema hóf er best í hófi og margur verður af aurum api, því að ekkert vímuefni gerir fólk jafnbrjálað og peningar, hvort heldur sem um er að ræða reiðufé eða fé á fæti.

Hins vegar finnst mér það grundvallaratriði alveg vanta í fréttina hvort hér sé átt við „eigið fé“ sem sjaldan er talið of mikið eða „fé annarra“ sem getur vakið bæði öfund og aðrar vondar tilfinningar og lýtur allt öðrum lögmálum en „eigið fé“.

Þér gæti einnig líkað við
Ummæli
Hleð...