Það rann upp fyrir mín að æska mín var liðin og bestu ár ævinnar að baki þegar ég horfði framan í lögregluþjón sem hafði stöðvað mig og vildi halda því fram að mér hefði láðst að gefa stefnuljós – og ég sá að lögregluþjónninn var ekki bara bólugrafinn heldur greinilega yngri en ég.
Næsta áfall reið svo yfir árið 1993 þegar ég áttaði mig á að nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, Bill Clinton, skorti tvö ár upp á vera jafnaldri minn.
Það hálmstrá sem ég held í og mín huggun er að vita að forstjóri einhvers umsvifamesta fyrirtækis á jörðinni og þess sem er elst allra, sá 266. í röðinni, Jorge Mario Bergoglio betur þekktur sem Frans I, Hinn heilagi faðir í Róm, er rétt tæpum átta árum eldri en ég.
Svo eru menn að amast við kirkjunni.