Dauðans óvissi tími

Útgáfuár 2004

Dauðans óvissi tími fjallar um þjóðfélagsbreytingar og mannlega hegðun. Kynntar eru til sögunnar fjölmargar litríkar persónur, góðar og slæmar, heilbrigðar og geðvilltar og örlög þeirra tengjast með ólíklegasta hætti. Hér er á ferðinni mögnuð Íslendingasaga úr samtímanum.

VÍKINGUR GUNNARSSON, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeil Lögreglunnar í Reykjavík þarf að upplýsa hrottaleg morð, bankarán og fleiri glæpi. Þessir blóðugu atburðir eiga rætur að rekja til fortíðar þegar íslenskur athafnamaður stofnaði skipafélag sem fór á hausinn. Hann rís upp aftur og fer í víking í austurveg; kemur þaðan með mikill auðæfi og kaupir Þjóðbanka Íslands. Er rússneska mafían komin á kreik á Íslandi? Hér er sagt frá því hvernig hefnd getur tekið á sig ýmsar myndir.

„Margslungin skáldsaga og æsispennandi reyfari; sannkölluð lestrarupplifun.“

Þér gæti einnig líkað við
Ummæli
Hleð...