Englar dauðans

Útgáfuár 2007

Þrír grímuklæddir menn kveikja í amfetamínverksmiðju í Eistlandi og skilja eftir sig blóði drifna slóð – og krot sem minnir á rúnaletur.

Í Hollandi finnast mannslík með rúnaristum. Þar eru Víkingur yfirlögregluþjónn og Þórhildur réttarlæknir, kona hans, að leita að Magnúsi sem er eiturlyfjaneytandi og sonur Þórhildar. Þau neyðast til að flýta heimför sinni því að í sumarbústað við Þingvallavatn finnast lík þriggja manna sem hafa verið myrtir á hryllilegan hátt.

„Ég fékk næstum samviskubit yfir því að hafa haft svo mikla ánægju af lestri bókar Þráins. Hún er afar spennandi og ég skemmti mér vel. Það dóu margir, sem mér finnst bara betra … svo er í henni lunkinn húmor.“

Kolbrún Bergþórsdóttir / 24 stundir

“Bráðskemmtilegur samtímakrimmi…Það sem gefur verkinu slagkraft og skemmtir lesandanum er hinn þægilegi og afslappaði stíll… skondin sýn hans og kímnin sem er alltaf nærri …Hann vogar víðast hvar að leika sér í málinu af undraverðri fimi á látlausan hátt… En allt er þetta gert í þeim tilgangi að búa til skemmtilega lesningu og spennandi sögu. Og tekst af mikilli hind.“

Páll Baldvin Baldvinsson/DV

Þér gæti einnig líkað við
Ummæli
Hleð...