HUGARSILUNGUR VIKUNNAR

Páll Bergþórsson veðurfræðingur hittir naglann á höfuðið

Í hverri viku fallar margar ár, lækir og sprænur inn í hugann, fjölmiðlar af ýmsu tagi, auglýsingablöð, hverfisblöð, útgerðarmannablöð og svo Alnetið sjá um hugmyndaflæðið sem streymir í haf heilans.

Mörg af þessum fallvötnum hugmynda eru menguð og bera með sér alskonar rusl, en í fagurtærum fjallalækjum sprikla ferskar hugmyndir eins og kátir silungar á morgni lífsins.

Í minni daglegu gönguferð var ég að pæla í því hvort einhver hugmynd, setning eða málsgrein sæti eftir í huganum eftir gegnumrennsli hugmynda undanfarna daga. Ýmisleg umhugsunarefni flutu upp en einföldust, sönnust og minnisstæðust var setning sem ég sá á netinu hjá Facebook-vini mínum, hinum spakvitra og lífsreynda Páli Bergþórssyni veðurfræðingi og hljóðar svo:

 „SJÚKRAHÚS EIGA  AÐ VERA FYRIR SJÚKLINGA EN EKKI FJÁRGLÆFRAMENN.“

Flóknara en svo þarf þetta ekki að vera.

(Meðfylgjandi mynd af Páli nappaði ég af Facebook-vefnum hans, silungurinn stökk inn í tölvuna mína upp úr djúpi Alnetsins).

Þér gæti einnig líkað við
Ummæli
Hleð...