Hvernig maður getur öðlast fullkomna og varanlega hamingju

án þess að eyða aleigu sinni í parket

Þrátt fyrir að vera orðinn gamalmenni líður mér oft alveg sæmilega og meira að segja stundum alveg ljómandi vel.

Allavega finnst mér ég vera frekar hamingjusamur alltaf þegar mér líður ekki beinlínis illa og er laus við verki.

Hins vegar finnst mér soldð truflandi rödd sem ég heyri iðulega eins og úr fjarska og segir við mig af miklum sannfæringarkrafti: „Ef það er fullkomin og varanleg hamingja sem þú sækist eftir skaltu hætta við að rífa upp korkinn af stofugólfinu til að setja parket í staðinn.  Þennan pening sem þú sparar á því að ana ekki út í parketvitleysuna skaltu svo nota til að kaupa þér myndavél af gerðinni Leica X með Summilux-linsu 1:1.7/23.“

Ætli ég sé eini maðurinn sem þessi rödd er að áreita (bögga)?

En auðvitað hlýði ég ekki einhverri ókunnri rödd sem ég veit ekkert hvaðan kemur heldur hlýði ég rödd skynseminnar sem í mínu tilviki heitir frú Sólveig.

Þér gæti einnig líkað við
Ummæli
Hleð...