Karbólsýra

Í sambandi við að ná skötulykt úr fötum þá er gamalt húsráð að brenna þau og dreifa öskunni á fjöllum.
Skötulykt af fólki hverfur yfirleitt við að baða sig upp úr karbólsýru.

Meðfylgjandi mynd er af Joseph Lister sem kallaður hefur verið „faðir nútímaskurðlækninga“, eða eins og segir á Vísindavefnum:

„…Afrek hans lá í því að gera sótthreinsun að reglu og þannig urðu skurðlækningar hættuminni… Karbólsýra (e. phenol) hafði verið notuð til að eyða lykt í skolpi og gegn taugaveiki, svo Lister komst að þeirri niðurstöðu að karbólsýran hlyti að hafa áhrif á bakteríur. Hann hreinsaði sárið með karbólsýru og lagði síðan sáralín sem bleytt hafði verið í karbólsýru yfir sárið og sýking myndaðist ekki. Eftir að tilraunir hans höfðu borið mjög góðan árangur þróaði hann sótthreinsunarrútínu. Hann notaði karbólsýruna til að hreinsa hendur sínar, tól og sáraumbúðir sem notaðar voru í aðgerðinni…“
Þér gæti einnig líkað við
Ummæli
Hleð...