Læk eða fokk?

Tjáning á alnetinu einfölduð

Nefnd sálfræðinga og geðlækna á vegum Landlæknisembættisins og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar hefur nú komist að því hægt sé að lækna hina ógeðfelldu netveiki sem lýsir sér í því að dagfarsprúðar manneskjur eiga til að tryllast við að tengjast alnetinu og ausa úr skálum innibyrgðrar reiði og minnimáttarkenndar í svonefndum „athugasemdadálkum“ fjölmiðla.

Ekki er í ráði að ráðast gegn frelsi fólks til að sýna að það sé frávita með því að banna alfarið athugasemdir.

Fokk
Læk

Hugmyndin er að bjóða netdólgum upp á að einfalda tjáningu sína með því að nota svokallað fokk-merki þar sem normal manneskjur nota læk-merki, þannig að valfrelsið og tjáningarfrelsi sé í raun og veru óskert og skolpleiðslur alnetsins stíflist ekki sí og æ.

Fokkmerkið hefur einnig þann kost að netsjúklingar sem eru óskrifandi með öllu geta nú froðufellt á netinu eins og aðrir og tekið þátt í rantinu.

Þér gæti einnig líkað við
Ummæli
Hleð...