MÁL AÐ LINNI!

Sífelldar rannsóknir orðnar að plágu á þjóðinni

Ég tek undir með forsætisráðherra: Þessum hræðilegu rannsóknum hérna á öllum sköpuðum hlutum verður að linna svo að daglegt líf komist aftur í fastar skorður og hjól efnahagslífsins geti haldið áfram að snúast.

Ef engin lögregla væri hérna þá væru heldur engir glæpamenn og við þyrftum ekki að byggja og reka dýr fangelsi.

Og af hverju er ekki eitthvað fallegt og jákvætt í fréttunum í staðinn fyrir þessa stöðugu rekistefnu út af því hver hafi stolið hverju einhvern tímann fyrir löngu.

Einhvern tímann hlýtur sauðburður að hefjast og þá fáum við vonandi fallegar myndir af litlum og saklausum lömbum. Þangað til væri gott að fá meiri fréttir af lóunni.

Saklaus (útlensk) lömb.
Þér gæti einnig líkað við
Ummæli
Hleð...