Meðan gumsið kraumar

Þrjár sjálfhverfur úr eldhúsi og soltinn hundur

Í fyrsta lagi þetta. Ég biðst afsökunar á því að geta ekki komið inn „forsíðumynd“ sem átti að vera einhver ein af þessum fjórum smámyndum hér fyrir neðan sem ég afhjúpa að ég kann ekki að setja en forsíðumynd – enn sem komið er. En skítt og laggo, hvað er ein forsíðumynd milli vina?

Meðan gumsið mallar í pottunum í eldhúsinu getur maður sinnt áhugamálum sínum og þá er ég ekki að tala um ryksugun og þvotta og hreingerningar og önnur störf sem vér húsmæður elskum heldur til dæmis ljósmyndun eða hugleiðslu.

Í kvöld tók ég þessar andstyggilegu sjálfhverfur og svo eina mynd af Theobald sem er alltaf jafnfallegur og kurteis á svipinn – ekki síst ef hann er að vonast eftir bita.

Hérna eru sjálfhverfurnar þrjár:

Spésjálfa á hraðsuðukatli.
Alvarleg sjálfhverfa á hraðsuðukatli
Felusjálfhverfa á sama katli
Og smakkarinn bíður eftir að taka til starfa. Hann er ekki latur.
Þér gæti einnig líkað við
Ummæli
Hleð...