Mynd sem vafningalaust segir meira en 1000 orð
eftir Gunnar Karlsson, skopteiknarann sem gerir mann orðlausan með alvöruskopmyndum
Ef ég ætti að gera myndatexta við þessa mögnuðu mynd sem þarfnast auðvitað ekki útskýringa þá væri sá myndatexti svona:
Tveir skemmtilega siðvilltir saman á ferð með einn sem var dáldið ringlaður en virðist núna vera alveg gersamlega búinn að týna áttunum á milli sín.
Eða svona:
Fyrrverandi íkorni sem er búinn að gleyma sögunni af Gosa klifrar upp metorðastigann og fer í óvissuferð með nýjum vinum sínum.