Sólstólarnir hérna á Norðurbrautinni voru kátir og sprikluðu af fjöri þegar frú Sólveig ákvað að sleppa þeim út í morgun. Önnur garðhúsgögn fá þó ekki að fara út fyrren gróður verður lengra á veg kominn.

Órökuð lauf frá síðasta hausti hafa nú hrist af sér snjóinn og bíða þess að rakarinn sem ætlaði að sinna þeim síðastliðið haust mæti sem allrafyrst með garðhrífuna.
