Það yrði allt brjálað

Það yrði allt brjálað – eins og vera ber – ef það væri grundvallaratriði við sparnað í heilbrigðiskerfinu að setja konur á biðlista en ekki karla – eða Akureyringa en ekki Reykvíkinga, Vestmanneyinga en ekki þá sem eru örvhentir eða karlmenn með brún augu eða hestamenn.

Hins vegar er grafarþögn og friður fyrst mismununin beinist fyrst og fremst að eldri borgunum sem eru orðnir sérstök fórnarlömb sparnaðar í heilbrigðiskerfinu og ættu frekar að kallast Biðlistaborgarar en „ellilífeyrisþegar“ eða gamalmenni.

Hvenær á þessari mismunun að linna? Hvenær fatta þeir sem ábyrgir eru fyrir heilbrigðisþjónustu í landinu að það er ekki síður svívirðilegt að níðast á eldri borgunum en öðrum borgurum þess lands?

Þér gæti einnig líkað við
Ummæli
Hleð...