ÞAKKLÁTIR KRÖFUHAFAR GEFA ÍSLENSKA RÍKINU NÝJA RÍKISFJÁRHIRSLU
„Við höfum víða farið en aldrei áður kynnst svona örlæti,” segir formaður Félags erlendra kröfuhafa og kallar afnám gjaldeyrishafta „stórkostlegan örlætisgjörning”
Samtök erlendra kröfuhafa afhentu fjármálaráðherra og seðlabankastjóra í morgun nýja og glæsilega ríkisfjárhirslu í stað þeirrar sem nú hefur verið ákveðið að tæma í vasa þeirra.

„Það er lágmark að við látum þakklæti okkar í ljósi við þetta tækifæri,” sagði formaður samtaka vogunarsjóða og kröfuhafa. „Við eigum ekki að venjast svona örlæti af hálfu vandalausra.”
