Umkomulausara en fátæklingarnir

Látum vera með hinar lægri stéttir þjóðfélagsins og konur, gamalmenni og öryrkja en það sker mann virkilega í hjartað að vita til þess að jafnvel hæstaréttardómarar skuli þurfa að harka með launin sín á verðbréfamörkuðum í von um að gera verið fjárhagslega sjálfstæðir og engum háðir.

Það er heldur ekki gaman til þess að vita með alla okkar snjöllu forstjóra, útsjónarsömu útgerðarstjóra, hagspekinga og bankamenn á heimsmælikvarða og styrka og stöðuga stjórn þeirra stjórnmálamanna sem best kunna með fé að fara að ríka fólkið á Íslandi skuli vera jafnvel ennþá fátækara og umkomulausara en fátæklingarnir.

Þér gæti einnig líkað við
Ummæli
Hleð...