Valkyrjur

Útgáfuár 2005 og í Þýskalandi 2008

Þegar Freyja Hilmarsdóttir er myrt hverfur handrit að bók sem hún er að skrifa. Bókin heitir VALKYRJUR og inniheldur berorðar lýsingar fyrrverandi eiginkvenna tveggja frægra manna á hjónaböndum sínum. Hér er um að ræða Magnús Mínus, eiganda Mínus-verslananna og Minus Group, og Kjartan A. Hansen, sendiherra og fyrrum fjármálaráðherra.

Víkingur Gunnarsson og samstarfsfólk hans í Rannsóknarlögreglunni taka til við rannsókn málsins. En það gerir líka Elín Óskarsdóttir ríkislögreglustjóri sem vill gjarna finna þetta opinskáa handrit því að þar er sagt frá hinni umtöluðu rannsókn Efnahagsbrotadeildar á fjárreiðum Minus Group – og hvort sú rannsókn sé til komin vegna þrýstings frá forsætisráðherra landsins…

„Valkyrjur er spennandi sakamálasaga, mögnuð skáldsaga sem fjallar um Ísland í dag, um morð, uppljóstranir, peninga, geimverur, fjárkúgun, eiturlyf, stjórnmál, þunglyndi og samskipti kynjanna…“

Þér gæti einnig líkað við
Ummæli
Hleð...