Systir Rússagrýlunnar

Þeim til glöggvunar sem ekki átta sig á því orði sem mest er tönnlast á þessa dagana að nýafstöðum kosningum skal það tekið fram að „Stjórnarkreppa“ er systir „Rússagrýlunnar“ en þær systur voru fundnar upp á fyrrihluta síðustu aldar til að hræða skrílinn til að flýja á náðir íhaldsins og hafa komið að miklum notum við það.

Fyrir kvíðasjúklinga er rétt að geta þess að forsetinn skipar bara utanþingsstjórn ef það fer að horfa til vandræða með iðjuleysið á ráðherrabílstjórunum.

Þér gæti einnig líkað við
Ummæli
Hleð...