Benedikt vill í fjármálaráðuneytið

Einu sinni var maður sem beitti öllum hugsanlegum ráðum til að brjótast inn í bankann í sínum heimabæ. Allir vissu af því að maðurinn var með bankann á heilanum og lögregla og almenningur sýndi honum bæði skilning og þolinmæði. Þegar hann var svo leiddur í enn eitt skiptið fyrir dómara eftir mislukkaða tilraun til að grafa sig inn í bankann þá bað dómarinn ræningjann að segja sér af hverju hann væri með það á heilanum að brjótast inn í bankann.
– Nú, það er ekki flókið, sagði aumingja maðurinn, það er vegna þess að þar eru peningarnir.

Þér gæti einnig líkað við
Ummæli
Hleð...