Dalalíf

Frumsýnd 1984

Dalalíf er önnur kvikmyndin í þríleik Þráins Bertelssonar um Þór og Danna. Í þessari mynd fara þeir í sveit og stofna nýja og undarlega tegund af ferðaþjónustu. Þór og Danni eru komnir aftur frá Vestmannaeyjum, slyppir og snauðir. Kaupmaðurinn á horninu er hættur að skrifa hjá þeim og hungurvofan á næsta leiti.

Af óbilandi bjartsýni taka þeir því að sér að reka stórbú í Kjósinni meðan bóndinn bregður sér í bændaferð til Noregs. Þeir félagar þreytast þó fljótt á venjulegum bústörfum og auglýsa þess í stað „Dalalífsvikur“ fyrir borgarbúa – og þar fer af stað einhver sú alfyndnasta atburðarrás sem sést hefur í íslenskri kvikmynd.

Frumsýnd: 30. september 1984
Leikstjórn: Þráinn Bertelsson
Leikarar: Karl Ágúst Úlfsson, Eggert Þorleifsson, Hrafnhildur Valbjörnsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Marentza Poulsen, Guðmundur Ingi Kristjánsson, Jón Ormar Ormsson, Þorvarður Helgason, Teitur Minh Phuoc Du, Sveinbjörn Beinteinsson, Þráinn Bertelsson, Eggert Ólafsson, Hallbjörn Hjartarson
Handrit: Þráinn Bertelsson, Ari Kristinsson
Tungumál: Íslenska

 

 

 

 

 

 

Þér gæti einnig líkað við
Ummæli
Hleð...