EINHVERS KONAR ÉG eru sjálfsævisögur Þráins Bertelssonar um fátækt, geðveiki, einelti, þunglyndi – og töframátt lífsins.
Hér segir frá sjúklingum á Kleppi, stuttri trúlofun, eftirminnilegu jólahaldi, skrautlegri skólagöngu, kynórum, einsemd, lífsháska, einstæðum föður og vægast sagt óvenjulegum uppvexti.
„Mín sérstöku leyndarmál voru fátækt, móðurleysi og geðveiki. Þrjú bannorð“