Gott og farsælt komandi haust

og takk fyrir sumarið sem er að líða

Við Theobald gleðjumst yfir því á okkar daglegu gönguferðum að það skyldi sjást til sólar síðustu viku sumarsins, en eins og flestir vita þá búa Íslingar við skemmra sumar en aðrar þjóðir, þar sem sumarmánuðir á landinu bláa eru aðeins tveir; júní og júlí, plús nokkrir dagar í ágúst þar til verslunarmannahelgi er afstaðin.

Haustið verður gott og gleðilegt eins og venjulega og friður í landi, og þjóðin hefur ekkert að óttast frá hendi stjórnmálamanna svo lengi sem þingsalurinn í Alþingishúsinu er nýttur sem ljósmyndastúdíó fyrir tískufatnað.

 

Theobald leikstýrði þessari sjálfu en ég fékk að smella af.

Þér gæti einnig líkað við
Ummæli
Hleð...