Hundrað ára afmælið

Útgáfuár 1984

Hvað gæti verið skemmtilegra en að eiga afmæli og fá einmitt afmælisgjöfina sem maður óskaði sér. Eins og til dæmis fótbolta. Ekkert – nema ef vera kynni að lenda í spennandi ævintýri á borð við að kynnast trölli – alvöru trölli – og jafnvel óskað sér að á hundrað ára afmælinu sínu en að fá að skreppa til mannabyggða og kynnast lífinu þar.

Sagt er að til sé fólk sem trúir því að tröll séu ekki til, en þeir félagar Brian Pilkington og Þráinn Bertelsson sýna okkur svart á hvítu – og reyndar í öllum regnbogans litum – að ævintýrin gerst enn.

“Á þriðja tug fallegra litmynda prýða þessa bók og lesmálið er heldur ekki sparað. Þeir Brian og Þráinn hafa í sameiningu búið til bók, sem er líkleg til að verða vinsæl hjá bórnum í langan tíma, og ekki einungis hjá íslenskum börnum, því að Hundrað ára afmælið kemur einnig út í Danmörku á næstunni, auk þess sem unnið er að þýðingu hennar á fleiri tungumál.”

– Alþýðublaðið

Þér gæti einnig líkað við
Ummæli
Hleð...