Jón Oddur og Jón Bjarni

Frumsýnd 1981

Tvíburarnir Jón Oddur og Jón Bjarni eru ósköp venjulegir frískir strákhnokkar. Stundum eiga þeir til að vera ansi uppátektarsamir og jafnvel óþekkir en með barnslegu sakleysi sínu bræða þeir auðveldlega hvers manns hjarta.

Í fjölskyldunni eru einnig Anna Jóna hálfsystir sem er illa haldin af „unglingaveikinni“ og Magga litla systir sem á í mesta basli með koppinn sinn. Soffía ráðskona er einnig ómissandi hluti fjölskyldunnar en hún gætir drengjanna meðan foreldrarnir eru í vinnunni. En þótt þeir bræður séu svo lánsamir að eiga góða fjölskyldu eru það ekki allir.

Frumsýnd: 26. desember 1981
Leikstjórn: Þráinn Bertelsson
Leikarar: Páll Jósefs Sævarsson, Wilhelm Jósefs Sævarsson, Steinunn Jóhannesdóttir, Egill Ólafsson, Laufey Sigurðardóttir, Þórhildur Ýr Arnardóttir, Herdís Þorvaldsdóttir, Gísli Halldórsson, Sigurður Hallmarsson, Jón Aðils, Soffía Jakobsdóttir, Ketill Larsen, Þórhallur Sigurðsson, Jón Sigurbjörnsson, Sigríður Hagalín, Karl Ágúst Úlfsson, Sveinn M. Eiðsson, Þorvarður Helgason, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Sæmundur Pálsson, Guðjón Pedersen
Handrit: Þráinn Bertelsson, Guðrún Helgadóttir
Tungumál: Íslenska
Verðlaun: Giffoni Film Festival, 1982 – Verðlaun: Silver Award

 

 

 

 

 

 

Þér gæti einnig líkað við
Ummæli
Hleð...