Ríkisstjórnin vinnur enn einn sigur

Er þegar búin að fresta málum til hausts, samkvæmt frétt í DV

Á dv.is getur að lesa eftirfarandi frétt:

„Ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu ekki leggja fram öll þau þingmál sem boðað var að kæmu fram í þingmálaskrá. Þegar hefur verið tekin ákvörðun um að fresta framlagningu nokkurra frumvarpa til haustþings. Ráðherrar hafa út þessa vinnuviku til að leggja fram þingmál en frestur til þess rennur út 1. apríl.“

Þótt sérfræðingar telji að það sé ennþá betra að gera ekki nokkurn skapaðan hlut en að vera sífellt að fresta málum hlýtur maður að dást að ríkisstjórn sem veit að það er óendanlega miklu skárra að fresta vondum málum en að troða þeim upp á saklaust fólk.

Einnig sýnir það vinnusemi ríkisstjórnarinnar hversu hún snögg hún er og dugleg við að fresta málum tímanlega svo að mál sem þarf að fresta hlaðist ekki upp og biðlisti myndist yfir mál sem þarf að fresta.

Krúttleg mynd af ríkisstjórninni fylgdi þessari góðu frétt í DV, en við sjáum svo margar myndir af okkar krúttlegu ríkisstjórn daglega að ég fann krúttlega mynd af íkornum á netinu í staðinn og svo aðra ekki síður krúttlega sem sjá má hér fyrir neðan:

Krúttlegir kettlingar!

 

Þér gæti einnig líkað við
Ummæli
Hleð...