SANNLEIKARNIR í Washington!

Smámsaman hafa merkir stjórnmálamenn í mörgum löndum verið að koma manni í skilning um að sannleikurinn sé ekki bara loðinn og teygjanlegur heldur séu líka til margir hliðstæðir sannleikar að velja úr í samræmi við valfrelsi nútímans.

Ný keppnisíþrótt er í uppsiglingu og felst í því að sá sigrar sem sagt getur flesta hliðstæða sannleika (alternative truths) á 50 mínútum (tvisvar sinnum 25 mín. + 10 mín. leikhlé).

Fyrstu alþjóðlegu Sannleikarnir verða svo haldnir í Wasington D.C. um þetta leyti að ári, og telja margir að Íslingar komi sterkir inn og eigi afburðaefnilegt keppnisfólk á þessu sviði.

Þér gæti einnig líkað við
Ummæli
Hleð...