SÓLSTÓLAR KÆTAST

Sólstólum sleppt út óvenjusnemma í vor

Sólstólarnir hérna á Norðurbrautinni voru kátir og sprikluðu af fjöri þegar frú Sólveig ákvað að sleppa þeim út í morgun. Önnur garðhúsgögn fá þó ekki að fara út fyrren gróður verður lengra á veg kominn.

Theobald sem nú lifir sitt fyrsta vor tekur ljósinu fagnandi. Hann sem er fæddur síðsumars í fyrra og rámar ofurlítið í haustið var farinn að halda að veturinn væri eina árstíðin í Hafnarfirði. Hann var reyndar mjög ánægður með veturinn og vaknar glaður til hvers nýs dags.

Órökuð lauf frá síðasta hausti hafa nú hrist af sér snjóinn og bíða þess að rakarinn sem ætlaði að sinna þeim síðastliðið haust mæti sem allrafyrst með garðhrífuna.

Sólveig og Theobald svipast um eftir rakaranum sem skildi eftir sig órökuð lauf síðasta haust.
Þér gæti einnig líkað við
Ummæli
Hleð...