Þegar fólk spyr mig hvaða bækur ég hafi lesið um jólin þá glotti ég í lófann og segist hafa rennt í gegnum Líkvöku Finnegans, Moby Dick og Lygn streymir Don (öll bindin).
Þótt mörg okkar sem vinnum eldhússtörfin höfum ánægju af að líta í bók þá vinnum vér svuntuberar tvöfaldar vaktir með aukaálagi um jól og hátíðar.
Það er rétt svo að maður geti stolist á facebook rétt á meðan átvöglin raða inn í uppþvottavélina.