„Upp birtir öll él um síðir“

Ég er svo gamall sem á grönum má sjá, getinn í kóngsríki en fæddur í lýðveldi og er núna á mínum sjötta forseta og hef lifað af misfarsæl þrjátíu ráðuneyti, þannig að ég kippi mér ekki upp við smámuni og er að mestu laus við bæði kvíða og barnalega bjartsýni og finn huggun í því að ástandið skuli þó ekki vera ennþá verra – sem er raunar rannsóknarefni út af fyrir sig í landi sem menningarlausir og siðblindir gangsterar settu gersamlega á kúpuna fyrir örfáum árum eins og kannski einhverjir muna.

Sem sagt kvíðalaus og sammála Sighvati heitnum sem sagði: „Upp birtir öll él um síðir.“

Þér gæti einnig líkað við
Ummæli
Hleð...